• 00:01:18Snjóflóð á Flateyri
  • 00:08:47Hvernig virkar Ozempic?
  • 00:18:475 fjármálaráð

Kastljós

Alma Sóley lenti í snjóflóði á Flateyri, þyngdarstjórnunarlyf og fjármálaráð frá Írisi Líf

Núna í janúar eru sex ár liðin frá því snjóflóð féllu á Flateyri og inn á heimili Ölmu Sóleyjar Önnudóttur Wolf. Hún var þá fjórtán ára og eina sem lenti í flóðinu. Alma Sóley flutti frá Flateyri skömmu síðar en er komin aftur vestur. Halla Ólafsdóttir heimsótti hana fyrir Kastljós.

Rætt um þyngdarstjórnunarlyf sem sífellt fleiri Íslendingar nýta sér. Hvað hefur reynslan kennt okkur og hvers er vænta á næstu árum? Rætt við Erlu Gerði Sveinsdóttur, sérfræðilæknir sem starfar við offitumeðferð.

Íris Líf Stefánsdóttir lýsir sjálfri sér sem gellu sem elskar peninga og frelsi og hefur vakið athygli fyrir hagsýni og sparnaðarráð á samfélagsmiðlum. Við fáum fimm skotheld fjármálaráð frá henni í þættinum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

29. jan. 2026

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Sigríður Halldórsdóttir, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,