• 00:00:25Borgarskipulag
  • 00:21:23Brjánn

Kastljós

Bílastæði í Keldnalandi, gamanþættirnir Brjánn

Skipulag í Keldnalandi, nýju hverfi fyrir botni Grafarvogs, er í fullum gangi. Hverfið á vera vistvænt og borgarlína helsti samgöngumáti íbúa hverfisins Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur skipulagið hins vegar fullkomlega óraunhæft, þar sem reiknað er með yfir 60 prósent heimila geti ekki verið á bíl og stæði verði ekki við hús eða í kjöllurum heldur í sérstökum bílastæðahúsum. Hildur og Dóra Björt Guðjónsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs, eru gestir Kastljóss.

Gamanþættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á dögunum. Þeir fjalla um fótboltaóðan slæpingja, sem fyrir röð tilviljana endar sem þjálfari karlaliðs Þróttar í fótbolta. Sólmundur Hólm er einn handritshöfunda og Halldór Gylfason fer með aðalhlutverk. Þetta er þeim hjartans mál því þeir eru báðir grjótharðir Þróttarar, með tilheyrandi gleði og sorg.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

17. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,