Kastljós

Ferlar og viðbrögð vegna kynferðisbrota í leikskólum

Leikskólastarfsmaður í leikskólanum Múlaborg sem var handtekinn fyrir viku síðan, grunaður um kynferðisbrot gegn barni, var undir sérstöku eftirliti í starfi á síðasta ári vegna sérkennilegs háttarlags í kringum börn. Málið hefur vakið upp ýmsar spurningar meðal foreldra og almennings um hvernig tekið er á málum sem þessum. Foreldrar barna á Múlaborg eru ósáttir við hvernig brugðist var við. Rætt er við þær Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Ólöfu Ástu Faresveit forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um viðbrögð og ferla í slíkum málum.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

19. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,