Kastljós

Áhrif vaxtamálsins, persónuvernd á samfélagsmiðlum og dekkjaskipti

Landsbankinn er hættur veita verðtryggð lán, nema til fyrstu kaupenda, eftir vaxtamálið svokallaða í Hæstarétti fyrir tveimur vikum. Hinir bankarnir hafa ekki tilkynnt um hver þeirra næstu skref verða en mikil óvissa er á bygginga- og fasteignamarkaði. Rætt er um áhrif vaxtamálsins við Gylfa Gíslason framkvæmdastjóra verktakafyrirtækisins Jáverks og Róbert Farestveit hagfræðing hjá Alþýðusambandi Íslands.

Hversu langt getur dómstóll götunnar gengið? Hvað þýðir nafnleynd á samfélagsmiðlum og hvar liggur línan þegar kemur því setja fram persónugreinandi upplýsingar? Við kynnum okkur málið í þættinum.

Fáir hafa meira gera um stundir en starfsmenn bílaverkstæða - þar eru sumardekk tekin af í þúsundatali á degi hverjum. Við heimsækjum verkstæði í þættinum og heyrum líka í veðurfræðingi sem spáir í snjókomu morgundagsins.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

27. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,