Kastljós

Kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Eins og við sögðum frá í gær höfðu Sjúkratryggingar greitt Læknasetrinu ehf hátt í 200 milljónir króna á tveggja ára tímabili, fyrir þúsundir POTS-meðferða, sem ekki stóðust vísindalegar kröfur og vafi lék á hvort ofrukkað hafði verið fyrir. Í framhaldi vakna spurningar um kaup ríkisins og skipulag á heilbrigðisþjónustu, sem Ríkisendurskoðun gagnrýndi í tveimur skýrslum, sem komu út í sumar, önnur um veikburða Sjúkratryggingar og hin um mönnunarvanda Landspítalans. Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var gestur Kastljóss en fyrst ræddum við við forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

21. ágúst 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,