• 00:01:10Auglýsingaherferð Þjóðkirkjunnar
  • 00:14:18La Boheme í Borgó
  • 00:14:18Undirleikari 20. aldarinnar

Kastljós

Markaðsherferð Þjóðkirkjunnar, Don Randi og óperan La Bohéme

Í byrjun vikunnar var nýr vefur Þjóðkirkjunnar settur í loftið og nýtt merki kirkjunnar kynnt og á næstu dögum hleypir Þjóðkirkjan af stokkunum auglýsingaherferð þar sem þekktir einstaklingar lýsa trú sinni og gildum. Rætt við biskup Íslands um hvers vegna ráðist í þetta verkefni.

Rætt við tónlistarmanninn Don Randi, sem lék með mörgum af frægustu tónlistarmönnum 20. aldar - eins og Elvis Presley, Beach Boys og Frank Sinatra. Hann spilar á Íslandi tíunda árið í röð.

Einnig sagt frá La Bohéme, óperunni sígildu sem fyllir Borgarleikhúsið af bassa- og baritónsöng.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

3. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,