• 00:00:54Íslenskukunnátta innflytjenda
  • 00:18:24Kosningar í Grindavík

Kastljós

Íslenskukunnátta innflytjenda, kosningar í Grindavík

Innflytjendur á Íslandi voru hátt í 70 þúsund um síðustu áramót, eða rúm 18 prósent landsmanna. Atvinnuþátttaka þeirra er hvergi meiri innan OECD en á Íslandi en á hinn bóginn er hvergi ólíklegra innflytjendur tali heimamálið en hér. Hvað veldur? Er íslenska of erfitt tungumál? Eru tækifærin af of skornum skammti? Eða er of auðvelt fyrir fólk komast af án þess kunna tungumálið? Við ræðum málið við þau Aleksöndru Leónardsdóttur, sérfræðing í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ, og Roberto Luigi Pagani, aðjúnkt í íslensku fyrir erlenda nemendur hjá Háskóla Íslands.

Sveitastjórnarkosningar eru í vor. Grindavíkingar ganga kjörborðinu við fordæmalausar aðstæður eftir bærinn var rýmdur fyrir tveimur árum. Á dögunum kynnti Grindavíkurnefnd tillögur um hvernig hátta megi kosningum, t.d. allir sem bjuggu í Grindavík fyrir rýmingu geti valið hvort þau kjósi í Grindavík eða sveitarfélaginu sem þau búa í. Við kynntum okkur tillögurnar.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

17. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,