• 00:00:01Fjármál borgarinnar
  • 00:24:14Niflungahringurinn allur

Kastljós

Fjármál borgarinnar, frumsýningar í Borgarleikhúsinu

Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur kynnti í dag fjárhagsáætlun þar sem gert er ráð fyrir tæplega 5 milljarða króna afgangi af rekstri borgarsjóðs á næsta ári. Minnihutinn hefur gagnrýnt áætlunina og segir hana óábyrga í ljósi óvissu sem uppi er í efnahagsmálum. Rætt við Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóra og Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni.

Tvö leikrit hafa verið frumsýnd í Borgarleikhúsinu á undanförnum vikum. Annars vegar Niflungahringurinn allur og hins vegar Hamlet. Við kíktum í leikhús.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

4. nóv. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,