• 00:00:18Gervigreind og íslenska
  • 00:19:35Jörðin undir fótum okkar

Kastljós

Gervigreind og staða íslenskunnar, Jörðin undir fótum okkar

Gervigreind hefur fleygt fram og hefur rækileg áhrif á samfélagið - hún skrifar texta fyrir okkur, þýðir og getur jafnvel talað við okkur. En hver er staða íslenskunnar á þessum umbyltingartímum? Hversu langt erum við komin í byggja upp stafræna innviði? Hver eru tækifærin og hverjar eru ógnirnar? Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, og Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og stjórnarformaður Miðeindar, fóru yfir málið.

Hversdagslífið á hjúkrunarheimilinu Grund er í miðpunkti heimildarmyndarinnar Jörðin undir fótum okkar eftir Yrsu Roca Fannberg, sem sýnd er í kvikmyndahúsum þessa dagana. Við ræddum við leikstjórann.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

15. okt. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,