• 00:00:00Þjóðaröryggismál
  • 00:15:11Grænlenskar konur beðnar afsökunar
  • 00:20:12Felix&Klara

Kastljós

Öryggis- og varnarnmál, lykkjumálið á Grænlandi og Felix & Klara

Flugsamgöngur fóru úr skorðum á mánudagskvöld þegar grunsamlegir drónar sáust á flugi við Kastrup-flugvöll í Kaupmannahöfn og Gardermoen í Ósló. Ekki er vitað hver flaug drónunum. Forsætisráðherra Danmerkur segir þetta alvarlega árás á innviði landsins og atvikið hefur vakið ýmsar spurningar um öryggismál og varnarmál. Gestir þáttarins eru Auðunn Kristinsson hjá Landhelgisgæslunni og Jónas G. Allansson skrifstofustjóri á varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana, sagði í opinberri afsökunarbeiðni í dag lykkjumálið á Grænlandi væri þjóð hennar til skammar og sektin mikil og þung. Við ræðum við Vilborgu Ásu Guðjóndóttur stjórnmálafræðing um málið.

sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Felix og Klara fjallar um ástir, þrjósku og umbyltingu á lífi eldra fólks. Við hittum höfunda hennar, Jón Gnarr og Ragnar Bragason.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

24. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,