• 00:01:14Umhverfismál
  • 00:15:24Skrifaði minningagrein með systrum sínum

Kastljós

Loftslagsþreyta, minningargreinar

Loftslagsmál voru í brennidepli á umhverfisþingi, sem haldið var í gær og í dag - á degi íslenskrar náttúru. Loftslagsmál voru fyrirferðarmikil í umræðunni þegar Parísarsamkomulagið var undirritað en síðan þá hafa þau fallið í skuggann á öðrum málum, svo sem heimsfaraldri, stríðum og tilheyrandi efnahagsáhrifum. Þá hafa verkefni sem ganga út á binda kolefni mætt tortryggni hjá almenningi. Snjólaug Árnadóttir, dósent í lögfræði og forstöðumaður Sjálfbærni- og loftslagsréttarstofnunar við Háskólann í Reykjavík, og Andri Snær Magnason, rithöfundur, ræddu loftslagsþreytu og varnir gegn henni.

Minningargreinar eru líklega persónulegustu greinar sem birtast á prenti. En hvað er það við minningagreinar sem er svona heillandi og af hverju skipta þær máli? Við hittum konu sem skrifaði minningagrein með systrum sínum sem hún hitti í fyrsta skipti sama dag og faðir þeirra lést.

Dagskrárliðurinn er textaður.

Frumsýnt

16. sept. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Þættir

,