Prestshjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir kíktu til okkar í upphafi þáttar en þau skrifuðu mikið lesna grein á Vísi um helgina þar sem þau gagnrýndu innslag Berglindar Festival í Vikunni með Gísla Marteini á föstudaginn þar sem spjótum var beint að páskunum.
Hildur Mist Friðjónsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun spjallaði við okkur um umhverfisvernd og fermingar.
Við ræddum við Gylfa Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, um fólksfjölda og fæðingartíðni hér á landi. Hann skrifaði grein í nýjasta tímarit Vísbendingar þar sem hann talar fyrir því að ráðast þurfi í aðgerðir til að létta ungu fólki að koma börnum á legg og ýta undir barneignir.
Jón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í málefnum Rússlands, var á línunni hjá okkur eftir átta fréttir um hryðjuverkin í Moskvu um helgina og möguleg áhrif þeirra á utanríkisstefnu Rússlands.
Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, var á línunni frá Póllandi þar sem íslenska karlalandsliðið leikur úrslitaleik á morgun um laust sæti á EM karla í Þýskalandi í sumar.
Andri Snær Magnason, rithöfundur, var gestur okkar í lok þáttar. Við ræddum listamannalaun, breytingar á þeim og vinnubrögð Viðskiptaráðs, sem hann segir rusl og þeim til skammar.
Tónlist:
Snorri Helgason - Ingileif.
Emilíana Torrini - Let's keep dancing.
Paul Simon - Graceland.
Depeche Mode - Policy Of Truth.
Una Torfadóttir - Um mig og þig.
YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.
Magnús Þór og Jónas Sigurðsson - Ef ég gæti hugsana minna (Hljómskálinn).