Morgunútvarpið

16.02.2024

Við fórum í saumana á því hvernig umræðan hefur þróast vegna ofbeldis grunnskólabarna í Danmörku og spegluðu, við veruleikann hér heima með Magnúsi Þór Jónssyni, formanni Kennarasambands Íslands.

Við ræddum offitu barna og alvarlega fylgikvilla sem henni fylgja við læknana Tryggva Helgason og Önnu Rún Arnfríðardóttur hjá Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins.

Valgerður Anna Jóhannsdóttir, dósent við Háskóla Íslands sem hefur umsjón með meistaranámi í blaða- og fréttamennsku kom til okkar. Við ræddum vangaveltur Gavin Haynes, pistlahöfundar breska tímaritsins The Spectator, um viðtal Tucker Carlson við Pútín.

Hildur Margrét Jóhannsdóttir, hagfræðingur hjá Landsbankanum spjallaði við okkur um helstu hagtölur og mögulega þróun efnahagsins á næstu mánuðum.

Við tókum stöðuna á lögnum á Reykjanesskaganum og áframhaldið með Páli Erland forstjóra HS veitna.

Loks fórum við yfir fréttir vikunnar með fjölmiðlakonunum Eyrúnu Magnúsdóttur og Berghildi Erlu Bernharðsdóttur

Tónlist:

Bríet - Sólblóm.

Gosi - Ófreskja.

Prince- I wanna be your lover.

YG Marley - Praise Jah In the Moonlight.

Friðrik Dór Jónsson, Kvikindi - Úthverfi.

Frumflutt

16. feb. 2024

Aðgengilegt til

15. feb. 2025
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,