Morgunútvarpið

4. des.- Í skóinn, Cybertruck, forsetakosningar BNA, COP 28, handbolti

Gallup kannaði það í nýjum Þjóðarpúlsi sem birtur var um helgina hversu algengt börn fái kartöflu í skóinn fyrir óþekkt. Fjörutíu prósent foreldra sögðu þetta hefði vissulega gerst; barn þeirra hefði fengið kartöflu í skóinn í stað gjafa en nokkur munur var á svörum eftir aldri foreldra og búsetu, og greinilega eftir stjórnmálaskoðunum. Hvernig er best hátta þessum málum og er rétt refsa börnum með þessum hætti? Við ræðum við foreldra- og uppeldisfræðingana Helenu Rut Sigurðardóttur og Rakel Guðbjörnsdóttur.

Cybertruck, nýjasta afurð bandaríska bílaframleiðandans Tesla, var formlega settur á sölu í lok síðustu viku, en trukkurinn var kynntur með miklu myndskeiði sem tekið var upp hér á landi. Cybertruck var lengi í þróun og hefur vakið talsverða athygli fyrir nýstárlegt útlit og um tíma var deilt um það hvort hann væri hreinlega löglegur á götum Evrópu. Við ætlum ræða við Björn Kristjánsson, bílasérfræðing og tækniráðgjafa hjá FÍB, um trukkinn og hvort líklegt þyki Íslendingar séu til í keyra nýjasta bíl Musk.

Þó enn tæpt ár í Bandaríkjamenn velji sér nýjan forseta er kapphlaupið hafið og það jafnvel fyrir nokkru síðan. Fljótlega eftir áramót hefjast forkosningar og allt bendir til þess bandaríkjamenn muni velja á milli Trump og Biden í nóvember 2024. Hver verða helstu hitamálin og hvað gæti helst ráðið úrslitum? Silja Bára Ómarsdóttir prófessor og alþjóðastjórnmálafræðingur veltir því upp með okkur.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona, verður á línunni frá Stafangri þar sem HM í handbolta stendur yfir. Ísland mætir einmitt Angóla síðdegis í dag og við ræðum hana um stöðuna í riðlinum og hvað tekur núna við íslenska liðinu.

Við höldum áfram fylgjast með COP 28 -loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Í gær tóku hálfs mánaðar gömul ummæli forseta ráðstefnunnar, Al Jaber, yfir fréttaflutning af ráðstefnunni. miklu leiti í það minnsta. Hann sagði engin vísindaleg gögn styðja útfösun á jarðefnaeldsneyti færði okkur nær því halda hlýnun undir 1.5 gráðu. Margt fleira hefur þó farið fram á ráðstefnunni sem hófst á fimmtudag. Finnur Ricart Andrason hjá Ungum umhverfissinnum fer yfir það með okkur.

Lagalisti:

Moses Hightower - Stundum.

MOTT THE HOOPLE - All The Young Dudes.

AXEL FLÓVENT - When the Sun Goes Down.

BJÖRK - Afi.

CHILDIS GAMBINO - Redbone.

FLOTT - Flott.

BRUCE SPRINGSTEEN - Dancing In The Dark.

GOSI & SALÓME KATRÍN - Tilfinningar.

LEON BRIDGES - Beyond.

THE CURE - Boys don't cry.

Frumflutt

4. des. 2023

Aðgengilegt til

3. des. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,