Morgunútvarpið

1. nóv. -Loftslagskvíði, Tinderkulnun, sameining sveitarfélaga o.fl..

Við tölum mikið um þær hættur sem við stöndum frammi fyrir vegna loftslagsvánnar. Það sem er kannski minna rætt um er loftslagskvíðinn sem fylgir. Annað kvöld verður haldið loftslagskaffi á Borgarbókasafninu þar sem unnið verður með erfiðar tilfinningar sem vakna þegar við stöndum frammi fyrir áskorunum í loftslagsmálum og umhverfisvernd. Marissa Sigrún Pinal segir okkur betur frá því.

Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum bandaríski leikarinn Matthew Perry, sem var frægastur fyrir hlutverk sitt sem Chandler Bing í gamanþáttunum Friends, lést um helgina. Við ætlum ræða flókið lífshlaup Perrys og áhrif hans og Friends á hugmyndaheim þeirra sem ólust upp með þeim korter í átta.

Íbúar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp samþykktu í vikunni sem leið sameiningu sveitarfélaganna með afgerandi meirihluta. Nokkur umræða hefur verið um sameiningar sveitarfélaga síðustu daga, ekki síst eftir leiðara Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Heimildarinnar, þar sem hann kallaði eftir því sveitarfélög hætti stjórna og byrji þjóna og benti á það myndi spara marga millj­arða króna á ári fækka sveit­ar­fé­lög­um á Ís­landi veru­lega. Við ræðum þessi mál við Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Við fjöllum reglulega um áhrif samfélagsmiðla á andlega líðan, en eru áhrif stefnumótaforrita þau sömu? The New York Times fjallaði á dögunum um tíu ára afmæli Tinder og fólk sem hafi notað forritið og þau stefnumótaforrit sem fylgdu í lengri tíma hafi greint frá slæmum áhrifum þeirra á líðan sína, einhver hafi jafnvel fundið fyrir einkennum kulnunar. Við ætlum ræða stefnumótaforrit og andlega líðan við Sturlu Brynjólfsson, sálfræðing.

Og ólíkt því sem verið hefur síðustu árin verða engin Morgunverk í kjölfar Morgunútvarpsins á eftir, því þá fer nýr þáttur í loftið, Hjartagosar, sem verður á dagskrá frá klukkan níu til hádegisfrétta alla virka daga. Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarson hafa umsjón með þættinum og þeir koma til okkar í lok þáttar hjá okkur og segja betur frá því sem er framundan.

Frumflutt

1. nóv. 2023

Aðgengilegt til

31. okt. 2024
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið

Þættir

,