03062021 ? Flakk ? Flakk um híbýlaauð - síðari þáttur
Það virðist enginn vita uppá hár hversu margar íbúðir eru í byggingu hér á Höfuðborgarsvæðinu og jafnvel úti á landi, eða hversu margar eru þegar tilbúnar. Það vantar rannsóknir á mörgum hliðum íbúðabygginga, öllum ber saman um það. Við hófum umfjöllun um Híbýlagæði í síðasta þætti og ræðum við fólk sem tók þátt í fundi í Norræna húsinu fyrir skemmstu. Yfirskrift fundarins var Híbýlagæði, og undirtitlar m.a. Lúxus fyrir alla, og Fyrir hverja er verið að byggja, það var Úrbanistan sem stóð fyrir fundinum, sem er arkitekta- og menningarstofa. Við ætlum að huga nokkuð að leigumarkaðnum í þessum þætti, hagkvæmum byggingum og óhagnaðardrifnum leigufyrirtækjum. Rætt verður við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt hjá Borgarskipulaginu, en hún gerði samanburð á almennum leiguíbúðum í Danmörku og Íslandi í mastersritgerð sinni í Danmörku. Við ræðum við Björn Traustason framkvæmdatjóra Bjargs leiguíbúðafélags sem er sjálfseignarstofnun í eigu verkalýðsfélaganna, og við Björn Arnar Magnússon framkvæmdastjóra Brynju sem er byggingafélag Öryrkjabandalagsins. Einnig er rætt við Ásgeir Brynjar Torfason hagfræðing.