14012021 - FLakk - Umræður um uppbyggingu síðustu ára
Á nýju ári er gjarnan litið til baka yfir farinn veg. Hér á Flakkinu er alla jafna fjallað um skipulag, byggingalist og uppbyggingu. Ásýnd Reykjavíkur hefur svo sannarlega breyst undanfarin ár, og nú er margt af því sem fjallað hefur verið um hér í þættinum litið dagsins ljós. Miðborgin er gjörbreytt, ný hverfi hafa sprottið upp undir formerkjum þéttingar. Í nágranna sveitarfélögunum eru einnig miklar breytingar, í Kópavogi rísa ný hverfi og 14. janúar verður nýtt skipulag fyrir Hamraborg kynnt í streymi. Í Hafnarfirði er uppbygging á fullu, stærsta timburhús landsins verið tekið í notkun Hafrannsóknarstofnunar, Í Garðabæ er nýtt hverfi sem ber heitið Urriðaholt og nýr miðbær að rísa í Mosfellsbæ. Einnig byggja Selfyssingar nýjan miðbæ í gömlum stíl. Hótel rísa hér og þar í borgarlandinu og nokkrar strórbyggingar einnig í borgarlandinu, má þar nefna Grósku á Háskólasvæðinu, nýjan Landsbanka, Hús Íslenskunnar og skrifstofur Alþingis. Gestir Flakksins eru Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og deildarforseta arkitektadeildar Listaháskólans, Karl Kvaran arkitekt og formaður arkitektafélagsins og Pétur H. Ármannsson arkitekt og byggingalistfræðingur,