Flakk - Flakk um tvær vistvænar byggingar í Reykjavík
C 40 var alþjóðleg samkeppni sem fyrrverandi borgarstjórar New York og Parísar efndu til þar sem 40 borgum víðs vegar um heiminn bauðst að hanna vistvæn hús til framríðar. Reykjavík skaffaði þrjár lóðir í borgarlandinu og fjölmargar tillögur bárust í tvær þeirra. Hér er um að ræða lóð í Ártúnshöfða, lóð núverandi malbikunarstöðvar, þar unnu 1.verðlaun Jakop+Macfarlane og Tark arkitektar, 2.500 fm blokk úr timbri - íbúðir, þjónusturými og skólar, krafan var um vistvæna byggð og góðar almennings samgöngur, en borgarlína ekur framhjá blokkinni, umsjón með vinnu Tark hafði Halldór Eiríksson arkitekt. Basalt arkitektar unnu einnig fyrstu verðlaun á lóð við Suðurlandsbraut við horn Kringlumýrarbrautar, sem fram að þessu var tileinkuð heitavatnsborholum, en kemur sér vel þegar um vistvæna blokkarbyggð er að ræða. Basalt byggir einnig úr timbri, en hugmyndir er svokölluð co-living eða samnýting ýmissa rýma svo sem eldhúss og vinnuplássa - grænn borði er í gegnum allt húsið (gróðurhús). Hönnuðir eru Hrólfur Carl Cela og Markos Zotes arkitektar. Einnig er rætt við Eddu Ívarsdóttur borgarhönnuð sem hélt utanum keppnina hér á landi og Helgu Jóhönnu Bjarnadóttur umhverfisverkfræðing hjá Eflu sem kom að báðum verkefnum.