Fyrstu verkamannabústaðir hér á landi risu við Hringbraut í Reykjavík uppúr 1930. Og nú níutíu árum síðar minnir sagan á sig því fyrsta skóflustungan að hundrað fimmtíu og fimm leiguíbúðum við Móaveg í Grafarvogi var tekin í febrúar í fyrra. Bjarg Íbúðarfélag, sem VR, Alþýðusambandið og BSRB stofnuðu, byggir íbúðirnar. Íbúðirnar eru ætlaðar fólki í lægri launaþrepum til langtímaleigu og verða leigðar til langs tíma.
Stofnað hefur verið Leiguíbúðafélagið Bjarg, sem er óhagnaðardrifið leigufélag, ASÍ, VR og BSRB eru stofnfélagar. Innan Bjargs eru einungis leiguíbúðir og nú er að sjá hvort leigan verði þannig að þeir verst settu eigi möguleika á að leigja hjá Bjargi. Það hefur gengið vel að byggja í Grafarvoginum og þar eru menn á undan áætlun og búast við að afhenda fyrstu íbúðirnar í júní. Jafnframt er verið að byggja víðar.
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR situr í stjórn félagsins og Björn Traustason er framkvæmdastjóri, rætt er við þá um hugmyndafræðina og fjármögnun. Einnig er farið í skoðunarferð í fylgd Sólveigar Berg Emilsdóttur akitekts hjá Yrki í Grafarvoginn, á Móaveg sem liggur við Spöngina, sem er stærsti verslunarkjarninn í Grafarvogi, en þar er verið að setja lokahönd á 155 íbúðir.