18032021 - Flakk - Flakk um Vísindagarða Háskóla Íslands
Þessa dagana er verið að vinna að rammaskipulagi fyrir allt Háskólasvæði Háskóla Íslands, það hefur ekki verið til, þó undarlegt sé, en nú er stefnt að því að klára málið. Samt hefur verið byggt mikið á svæðinu í mörg ár, og nýjasta húsið Gróska hefur tiltölulega nýlega verið tekið í notkun. Gróska er á lóð Vísindagarða, við nýja götu sem nefnist Bjargargata og er vestan við Íslenska Erfðagreiningu. Vísindagarðar eru að miklu leiti í eigu einkaaðila, þ.e. byggingarnar, en ýmis svið Háskólans eru í samvinnu við mörg þeirra fyrirtækja sem þarna starfa, svo sem Erfðagreiningu, Alvogen eða Alvotek, CCP og fleiri.Í framhaldi af síðasta þætti er fjallað um Vísindagarða, rætt við Hildi Gunnarsdóttur arkitekt hjá Borgarskipulagi, Sigurð Magnús Garðarsson stjórnarformann Vísindagarða, einnig heyrast brot úr Flakki frá því í sept. 2019 þar sem rætt er við Sigríði Sigurðardóttur arkitekt og svistj.framkv.sviðs Hí, Pétur Ármannsson arkitet og við arkitektana Harald Örn Jónsson og Kristján Garðarsson hjá Andrúm en þeir hönnuðu Grósku.