23052020 - Flakk - Flakk um Ártúnshöfða - 1.þáttur
Undirtitill: Tillögur 5 nemenda á öðru ári í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
Síðast liðið haust hófu nemendur annars árs í arkitektúr við Listaháskóla Íslands vinnustofuverkefni undir leiðsögn prófessors Massimo Santanicchia sem þau nefndu Urban Lab Disign Agency. Markmiðið var að skoða þróunarverkefni borgarinnar á Höfða í Reykjavík. Árið 2015 vann arkitektastofan Arkís hugmyndasamkeppni um rammaskipulag á Höfða. Nemendurnir rannsökuðu svæðið og völdu einn og einn blett sem hönnunarverkefni. Í þessum fyrra þætti er rætt við Massimo Santacicchia prófessor og 3 nemendur um þeirra tillögur. Um er að ræða sundlaug sem Svava Ragnarsdóttir hannaði, Gömlu steypistöðina sem Eva Dögg Jóhannsdóttir hannaði og varðveitir gömlu byggingarnar og loks Magnús Jónsson sem kallar sína hönnun Mutualism/samhjálp, þar sem vinnustaður og íbúðir eru í sama húsi. Fjallað er um þessi verkefni auk þess er rætt um grundvallaratriði er varða arkitektúr og skipulag. Hægt er að skoða verkefnin á https://urbanlabdesignagency.cargo.site/.