19092020 - Flakk - Flakk um nýjan miðbæ á Selfossi
Nýi miðbærinn á Selfossi hefur verið mjög umdeildur, ekki vegna þess að bæjarbúar vilji ekki uppbyggingu á svæði, sem hingað til hefur verið tún, niðurnýdd hús og skemmur, viðkvæmur staður í bænum, sem blasir við þegar komið er yfir Ölfusárbrúna. Núna er vel á veg kominn fyrsti áfangi, um er að ræða endurbyggingu þekktra húsa frá fyrri tíð, sem margir vilja meina að sé umdeilanlegt að byggja árið 2020. Uppbyggingin fór í íbúakosningu, sem fór á þann veg að ráðist var í verkið. Sigtún þróunarfélag er framkvæmdaraðili. Farið er í heimsókn á Selfoss í þættinum, skoðaðar teikningar hjá Batteríinu arkitektum, og gengið um nýja götu á Selfossi í fylgd Leós Árnasonar. Farið er sitt á hvað á staðinn og teiknistofuna og byrjað á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði þar sem arkitektastofan Batteríið er til húsa og rætt við Sigurð Einarsson arkitekt.