180720 - Flakk - Flakk um byggingarefni framtíðar 2. þáttur
Þjóðir heims þurfa að minnka kolefnissporið, þetta er búið að skjalfesta með rannsóknum og samkomulagi meðal þjóða. Byggingaiðnaðurinn skilur eftir sig um 30 - 40%, og því er vert að huga að öðrum og umhverfisvænni bygginarefnum til framtíðar. Ýmislegt er verið að gera, og ekki síst hér á landi, og margar nýjungar í nýsköpun. Í þættinum er rætt við Þórhildi Fjólu Kristjánsdóttur framkv.stj. Grænnar byggðar um áherslur í félagsskapnum, Logi Unnarson Jónsson er að rækta iðnaðarhamp og rannsakar hampinn sem byggingarefni og eins mychelin sveppi sem eru ostrusveppir og þykja vænlegir til byggingarefnis. Einnig er rætt við vöruhönnuðina Elínu Sigríði Harðardóttur og Ingu Kristínu Guðlaugsdóttur um rannsókn þeirra á lúpínu, en þær leitast við að þróa trefjar úr lúpínu til bygginga og umbúða. Í tengslum við byggingarefni til framtíðar er einnig vert að hugsa um endurnýtingu byggingarefnis úr húsum sem á að rífa, Loftkastalinn í Ingu Lóu Guðjónsdóttur og Hilmars Páls Jóhannessonar.