Það er sjaldgæft að einkaaðliðar kosti deiliskipulag, Garðafélagið kostaði deiliskipulagið í Garðahverfi. Framtíðaráform skipulagsins er afar djarft og rómantískt kannski. Í hluta greinargerðar um skipulagið segir.............
Garðahverfið er friðsæll staður sem ber vitni um tímans rás. Í Garðahverfi er hægt að fylgjast með gangi tímans út frá breytileika himinhvolfsins, landslagsins, lífríkisins, byggðarinnar, árstíðanna og sólarhringsins. Þessi gangur tímans birtist m.a. í mismunandi stjörnum á himni eftir mánuðum, ólíkum fuglategunum sem sækja Garðahverfið heim vor og haust, breytingum á vatnafari og litum gróðurs eftir árstíðum, þróun í byggingarefnum, leifum fyrri landnotkunar og byggðar, flóði og fjöru og birtu. Rætt við Arinbjörn Vilhjálmsson arktiekt og skipulagsstjóra Garðabæjar, Pétur Ármannsson arkitekt og sviðsstjóra hjá Minjastofnun og Hrefnu Róbertsdóttur sagnfræðing og Þjóðaskjalavörð.