Flakkað um Marshallhúsið og Marshallhjálpina fyrri þáttur
Farið í heimsókn í Marshallhúsið á Granda í fylgd Ásmundar Hrafns Sturlusonar arkitekts, en hann og félagi hans Steinþór Kári Kárson arkitekt hjá Kurt og Pí eiga veg og vanda að uppgjöri hússins, sem að hluta til var byggt fyrir Marshallaðstoðina. Fjallað um húsið og væntanlega listamiðstöð sem verður opnuð eftir áramót.
Heyrist í Benjamín Eiríkssyni fyrrverandi bankastjóra Framkvæmdabankans, þar sem hann tjáði sig um ágæti aðstoðarinnar.
Farið í heimsókn í Nýlistasafnið (en það kemur í Marshallhúsið) sem er í Völvufelli og rætt við Þorgerði Ólafsdóttur safnstjóra, um væntanlega flutninga og framtíðarsýn.
Rætt við Helga Gunnar Þorkelsson fyrrum starfsmann Fiski- og Síldarbræðslunnar, sem var staðsett í Marshallhúsinu en hét Faxi. Hann segir frá fyrri tímum og þegar brætt var í húsinu.