08022020 - Flakk - Flakk um Valhöll og þéttingu byggðar
Höfum við verið á réttri leið með þéttingu byggðar? Hver var hugmyndafræðin í upphafi? Samkvæmt fræðunum er tilvalið að þétta byggð á yfirgefnum atvinnusvæðum, hverfishlutum sem eru að drabbast niður og slíkt. Margar smáar lóðir er að finna í borginni, þar sem framkvæmdaraðilar hafa sóttst eftir breytingu á deiliskipulagi og óskað eftir því að byggja. Sumar þessar lóðir mætti kalla almenning, þ.e. svæði sem almenningur hefur óheftan aðgang, sum þeirra vel góðursett. Nú stendur yfir breyting á deiliskipulagi við Valhöll hús Sjálfstæðisflokksins, sem er ein slík lóð, byggja á tvær byggingar - íbúðarhús við Bolholt og skrifsofubyggingu niður við Kringlumýrarbraut. Halldór Guðmundsson arkitekt hjá THG segir frá fyrirhuguðum byggingum en hann gerði deiliskipulagið. Pétur Ármannsson arkitekt telur að við höfum jafnvel gengið og langt í þéttingu byggðar. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir svarar fyrir stefnu borgarinnar í þéttingarmálum.