Flakk

16112019 - Flakk - Flakk um Kirkjusand

Á Kirkjusandi er verið byggja, á gömlu Strætólóðinni og í kringum Íslandsbanka, það er mikil saga á þessu svæði, en við plokkum aðeins úr skýrslu Borgarsögusafns og stiklum á stóru úr sögu svæðisins á síðustu öld.......

Svæðið sem hér er fjallað um nær yfir hluta af því landi sem á öldum áður tilheyrði jörðunum Rauðará og Lauganesi. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá árinu 1883 lágu merki á milli þessrar jarða eftir Fúlutjarnarlæk, frá sjó upptökum hans við Ámundaborg. Saga svæðisins nær langt aftur í aldir, þarna sat biskup, fiskverkun og útgerð, Holdsveikraspítalinn var þarna en brann, herbraggar og herfangelsi, Strætó hafði sína starfstöð á lóðinni lengi vel, en er verið byggja. Páll Gunnlaugsson arkitekt hjá Ask arkitektum deiliskipulagði svæðið ásamt öðrum á stofunni, auk þess eru þeir hanna nokkur hús á lóðinni. Bjarg íbúðafélag og Brynja byggingafélag Öryrkjabandalagsins er byggja íbúðir, þarna verða annars íbúðir og atvinnustarfsemi og mögulega hótel. Ljóst er Íslandsbankahúsið verður rifið, það er talið algerlega ónýtt, samkvæmt Kjartani Smára Höskuldssyni framkvæmdastjóra Íslandssjóða, sem byggir á svæðinu, auk fleiri. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs er einnig gestur þáttarins.

Frumflutt

16. nóv. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,