Flakk

25022021 - Flakk - Flakk um Steindórsreit

Fjallað verður um Steindórsreitin í þættinum í dag, en Kaldalón, sem er fasteignaþróunarfélag stendur fyrir framkvæmdum á reitnum, og Jónas Þór Þorvaldsson framkvæmdastjóri situr í hljóðstofu ásamt Pawel Bartozek varaformanni umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar. Einnig er rætt við arkitektinn Pál Hjaltason hjá +Arkitektum.

Í febrúar árið 2007 var svokallaður Steindórsreitur vestur við Hringbraut í söluferli, og við skulum grípa niður í grein úr Fasteignablaði Moggans, sem birtist þá.......

Á vesturhluta Hringbrautar, svokallaðri Steindórslóð, standa enn í dag þær byggingar sem Steindór Helgi Einarsson bifreiðaeigandi reisti fyrir starfsemi sína. Um er ræða byggingar á einni hæð með mikilli lofthæð og minni eldri byggingu sem alla tíð var nefnd Kot og var notuð sem bílageymsla o.fl. Enn fremur segir í greininni

Steindór var talinn harður húsbóndi en eftir á hyggja var hann góður og tryggur húsbóndi sem vissi hvað hann vildi og hvenær. Hann gerði kröfur til sjálfs sín og annarra. Hann hélt sínum starfsmönnum lengi og margir unnu hjá fyrirtækinu, bæði á svokallaðri Steindórsstöð, sem þá var við núverandi Ingólfstorg, og Bílaverkstæðinu við Sólvallagötu/Hringbraut, nánast alla sína starfstíð. Til gamans nefna Bifreiðastöð Steindórs var ein af fyrstu leigubílastöðvum til taka upp leigubílagjald samkvæmt gjaldmælingu og fyrst til nota talstöðvar í leigubílaakstri.

Frumflutt

25. feb. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,