Flakk

Flakk - Snert á arkitektúr síðari þáttur

Haldið áfram fjalla um bókina Snert á arkitektúr eftir Sigrúnu Ölbu Sigurðardóttur og Daneil Reuter. Rætt við fjóra af 8 arkitektum sem rætt er við í bókinni. Sigrún Birgisdóttir deildarforseti Hönnunardeildar LHÍ segir frá hvernig eldhúsið hefur þróast. Dr. Harpa Stefánsdóttir skipulagsfræðingur og arkitekt segir frá samgönguhljólreiðum og skipulagi umferðar í Osló og nágrenni en hún starfar við umhverfisháskóla í nágrenni borgarinnar. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fræðimaður fjallar um rýmisvitnum og aðdráttarafl og þekkingu almennings. Anna María Bogadóttir fjallar um almannarými í einkaeigu og rannsóknir.

Frumflutt

31. mars 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,