25032021 - Flakk - Flakk um hönnun og Hönnunarmars
Allt sem við snertum alla daga, svo kaffikannan, bollinn, tannburstinn, fötin sem við klæðumst, allt manngert í okkar umhverfi hefur verið hannað af einhverjum. Hönnunarmars hefur verið haldinn undanfarin árin - helst í mars, þó ekki í fyrra, og ekki núna heldur, hann verður í maí. En til að halda merkjum marsins á lofti fjöllum við um hönnun í þættinum í dag. Enn eru margir með þær ranghugmyndir að þegar talað er um hönnun, sé einungis átt við fatnað, nytjalist og vefnað og að flestir hönnuðir séu konur, þetta er auðvitað vitleysa. Eftir að Listaháskólinn tók til starfa fyrir um 20 árum hefur alls konar hönnun og nýsköpun rutt sér til rúms hér á Íslandi. Við heyrum í tveimur ungum hönnuðum, Valdísi Steinarsdóttur sem er m.a. að vinna umhverfisvænar umbúðir, Halldór Eldjárn tónlistarmann og forritara, sem er að gera frumlega og óvenjulega hluti. Í stúdíói sitja Hildigunnur Sverrisdóttir deildarforseti í arkitektúr LHÍ og Garðar Eyjólfsson hönnuður og dósent við Listaháskólann.