Flakk

Flakkað um Kársnes í Kópavogi síðari þáttur

Á Kársnesi úir og grúir af alls konar húsum, sum eru ekkert sérlega falleg, en sóma sér vel í margbreytileikanum. Flakkað um Kársnes í Kópavogi öðru sinni laugardag 15.október kl. 1500 á Rás 1.Kann betur við kaos eftir umhugsun

Kann betur við kaos segir Frímann Ingi Helgason kennari, eftir hafa staðið og skoðað útilistaverk Gríms Marinós á Kársnesbrautinni, minnir svolítið á hrafnslaup, segir Frímann, en þar með er hann líka sáttari við sundurleiti byggðarinnar vestast á Kársnesinu.

Spot on Kársnes

Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt segist vona hún og tveir félagar hennar í samkeppni um nýtt deiliskipulag Kársnessins þau fái taka þátt í áframhaldandi vinnu við nesið. Vissulega er skipulagið óvenjulegt með göngubrúm yfir í Nauthólsvík og yfir á Álftanes, en hún vonar yfirvöld í Kópavogi hafi þor framfylgja skipulaginu, sem er með áherslu á blandaða byggð atvinnu- og íbúðarhúsnæðis.

Ekkert malbik og fáir með síma

Þegar Þóra Elfa Björnsson setjari og húsfreyja flutti í Skólagerði á Kársnesi fyrir 50 árum, fengu alls ekki allir síma, línurnar lágu ekki á lausu fyrir hvern sem var. Barnavagninn var dreginn í rauðamölinni útí búð, þar sem kaupmaðurinn reyndi gera öllum í hverfinu til hæfis. Þóra og hennar maður byggðu parhús og það tók þrjú ár, á meðan leigðu þau í Vallargerði, og bjuggu síðan í húsinu um langt skeið með máluð gólf og allt gardínulaust. Húsið kostaði 110 þúsund og 10 árum síðar kostuðu nýir skápar í húsið 110 þúsund.

Frumflutt

15. okt. 2016

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,