07122019 - Flakk - Flakk um nýtt hverfaskipulag í Áræjarhverfi
Árbæjarhverfi er fyrsta skipulagða úthverfi Reykjavíkur og nú í nokkur ár hefur staðið yfir skipulagsvinna að bæta og laga eldri byggðir borgarinnar. Árbæjarhverfi er það fyrsta og er nú lokið, búið að prenta heilmikið af upplýsingum og opna nýjan vef, hverfasja.is. Þetta hefur tekið sinn tíma en nú renna út hvert hverfið á fætur öðru. Það er því fortvitnilegt að skoða hvernig hefur til tekist, og forvitnast aðeins um aðferðir og tilgang. Í kjölfarið verður Breiðholt endurskipulagt, síðan Hlíðar og loks Háaleiti og Bústaðir, síðan tekur vesturbærinn við.
Rætt við Sigurborgu Ósk Haralsdóttur formann umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur og Reyni Vilhjálmsson landslagsarkitekt og frumskipuleggjanda Árbæjarhverfis og íbúa í hverfinu.
Farið í heimsókn í Árbæjarhverfið í fylgd Ævars Harðarsonar arkitekts og verkefnastjóra nýs hverfisskipulags Árbæjarhverfis.