Veður og vindar buðu ekki uppá annað en taka bílinn í okkar þjónustu, í heimsókn á Kársnesið. Við ætlum í smá leiðangur í dag og skoða okkur um á Kársnesinu í Kópavogi. Margoft hefur brúin yfir Kársnes verið nefnd hér á Flakkinu, enda afar áríðandi að fá hana ef Borgalína á að ganga eftir, við könnum stöðu mála varðandi brúna. Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt ásamt samstarfsfélögum unnu norræna hugmyndasamkeppni fyrir 4 - 5 árum síðan, þar var margt spennandi á ferðinni, og Dagný flygir okkur á Kársnesið og við könnum hvort eitthvað sé verið að styðjast við hugmyndirnar, í þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað. Við ræðum við Helgu Hauksdóttur formann skipulagsráðs Kópavogs og lítum í heimsókn til Bjarna Sigurbjörnssonar myndlistarmanns, sem býr og starfar í gömlu bílaverkstæði.