Flakk

27062020 - Flakk - Flakk um Listasafn Reykjavíkur Hafnarhúsi

Hugmyndalistafólk er dulspekingar frekar en rökhyggjufólk. Þau hrapa ályktunum sem ekki nást með rökum. Hér er vitnað í bandaríska listamanninn Sol de Witt, en verk hans eru til sýnis í Hafnarhúsi.

Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi er 20 ára og af því tilefni lítum við í heimsókn. Hafnarhúsið var byggt sem pakkhús/vöruhús fyrir hartnær 80 - 90 árum síðan. Hafnarskrifstofur hafa verið í húsinu frá upphafi og eru enn, Pétur Ármannsson arkitekt rekur sögu húsins. Afráðið var kaupa hluta af húsinu fyrir Listasafn Reykjvíkur fyrir 20 árum. Þau Margrét Harðardóttir og Steve Christer arkitekar hjá Studio Granda voru fengin til verksins. Í safninu er sýning um safnið, sem er í höndum Ólafar Bjarnadóttur safnafræðings, þar sem sagan er rakin og Ólöf tengir þá frásögn við Tate museum of art í London, sem einnig var byggt til annara nota en listasafns og er jafngamalt safni Hafnarhússins. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri segir reksturin hafa gengið vel, og ekkert nema tækifæri við þróun safnsins í Hafnarhúsinu.

Frumflutt

27. júní 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,