26112020 - Flakk - Fjallað um Hlíðarendahverfi í Reykjavík
Vestan við Hringbrautina er risið heljarinnar íbúðahverfi, sem er mjög áberandi í landslaginu. Hér er átt við Hlíðarendahverfi í landi Valsmanna. Nálægð við náttúrusvæði Öskjuhlíðar og Nauthólsvíkur og stórt íþróttasvæði við túnfótinn, er mikill kostur en ýmsir hafa lýst skoðunum sínum á hverfinu, vegna hæða húsanna, sem eru frá þremur uppí sex hæðir með lokuðum stórum inngörðum. Hér eru einungis fjölbýlishús, engin raðhús eða einbýli, en þjónusturými eru á neðstu hæðum margra byggingana. Er þetta hverfi í anda stefnu borgarinnar um þéttingu byggðar við Borgarlínu, en hún mun ganga í gegnum hverfið, þegar fram líða stundir. Við ræðum við Pawel Bartoszek varaformann samgöngu- og skipulagsráðs Reykjavíkur, Ólaf Hjálmarsson verkfræðing hjá Trivium, sem hefur sérhæft sig hljóðvist, en byrjum með Kristjáni Ásgeirssyni arkitekt hjá Alark, sem deiliskipulagði hverfið og hannaði nokkur húsanna.