Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir 22. apríl 2024

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra segir rannsókn á andláti konu á Akureyri í nótt á byrjunarstigi. Í dag verði teknar skýrslur og gögn tryggð. Einn var handtekinn.

Formaður Samfylkingarinnar gagnrýndi fyrirhugað frumvarp matvælaráðherra um lagareldi harðlega á Alþingi í dag. Frumvarpið felur í sér breytingar á starfsleyfum til sjókvíaeldis og þau verði ótímabundin.

Ísraelsk stjórnvöld hafa ekki lagt fram gögn sem styðja fullyrðingar um starfsmenn Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna séu meðlimir hryðjuverkasamtaka, þegar stofnunin hefur leitað eftir því.

Skóla- og fjölskyldumiðstöð fyrir börn frá Palestínu á leik-, grunn- og framhaldsskólaaldri var opnuð í Reykjavík í dag. Góð reynsla var af samskonar miðstöð fyrir flóttafólk frá Úkraínu.

Ríki heims vörðu um 7 prósentum meira fé, til hernaðar í fyrra en árið áður. Mest jukust útgjöldin í Evrópu, löndum Mið-Austurlanda og í Asíu.

Pétur Guðfinnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri og framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, er látinn 94 aldri.

Frumflutt

22. apríl 2024

Aðgengilegt til

22. apríl 2025
Kvöldfréttir útvarps

Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Þættir

,