Tónhjólið

Gadus Morhua á Reykjavik Early Music Festival

Í þættinum hljómar hljóðritun frá tónleikum Gadus Morhua Ensemble sem fóru fram 14. apríl 2025 í Norðurljósum Hörpu á vegum Reykjavík Early Music Festival.

Eyjólfur Eyjólfsson flautuleikari og söngvari, Björk Níelsdóttir söngkona og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari mynda Gadus Morhua en með þeim á tónleikunum lék Guðrún Óskarsdóttir á sembal. Á efnisskránni var frönsk barokktónlist og tónlist eftir meðlimi hópsins.

Jafnframt hljómar verkið Voiceless Mass eftir Raven Chacon en fyrir verkið hlaut hann Pulitzerverðlaunin í tónlist árið 2022, fyrsti meðal frumbyggja Bandaríkjanna til hljóta þau.

Í lok þáttar hljómar nýtt lag Gyðu Valtýsdóttur, Mirror.

Umsjón: Berglind María Tómasdóttir

Frumflutt

7. des. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,