Við heyrum í þættinum tvær útgáfur af lagi sem samið var árið 1937. Aðra frá 1962 og hina frá 2023. Þar koma við sögu mikilvægir saxófónleikarar tenórsins.
Tenórsaxinn kemur líka við sögu í spjalli við Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino sem heimsóttu stúdíó 12 síðastliðið sumar. Þeir ræða við Pétur Grétarsson um lífið og tilveruna -tónlistina og bræðralagið auk þess að spila og syngja.
Svo skjótum við inn einum strengjakvartetti Atla Heimis til að minna hlustendur á mikilvæga útgáfu á tónlist þess mikla meistara.
Frumflutt
15. jan. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.