Tónhjólið

Strengjakvartettar Atla Heimis og Sergio Tiempo

Tónhjólið

11.þáttur - 10. desember 2023

Umsjón: Guðni Tómasson.

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Tónlistin í þættinum:

Misha Maisky og Sergio Tiempo leika Inngang og polónesu brillante, op. 3 eftir Fredrich Chopin

The King?s Singers syngja Kvöldvers við ljóð Hallgríms Péturssonar við lag Tryggva M. Baldvinssonar.

Kristinn Sigmundsson og Mótettukórinn syngja Wexford Carol

Cauda Collective leika Norður, Alda og Land af Adest festum

Sergio Tiempo og Nelso Frerie leika Bailecito eftir Carlos Guastavino

Strokkvartettinn Siggi leika þrjá þætti úr strengjakvartettum Atla Heimis Sveinssonar:

Brot úr kaflanum Collection úr strengjakvartett nr. 1

Con fuoco úr strengjakvartett nr. 3

Og brot úr strengjakvartetti nr. 5 Attaca.

Sergio Tiempo og Martha Argerich leika Fantasíu í f-moll D940 eftir Franz Schubert

Viðmælendur í þættinum er Una Svein Bjarnardóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson úr Strokkvartettinum Sigga.

Viðtalsbrot við Atla Heimi er úr þættinum Mörg andlit Atla eftir Jón Hall Stefánsson frá árinu 1999.

Frumflutt

10. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar og djasstónlistar á hverjum tíma.

Þættir

,