Tónhjólið

Kammersveitin á Myrkum. Metacosmoshundraðið. Víkingur í gömlu spjalli

Hljóðritun frá lokatónleikum Myrkra Músíkdaga 2025.

Kammersveit Reykjavíkur leikur undir stjórn Mirian Khukhunaisvil

Þorkell Sigurbjörnsson

Áttskeytla (1985)

Tumi Árnason

Myrkraverk (2024) Frumflutningur

Þuríður Jónsdóttir

Crus (2006/2013)

Haukur Tómasson

Catena (2003/2011)

Mirian Khukunaisvili stjórnaði Kammersv Rvk á þessum tónleikum sem Georg Magnússon hljóðritaði fyrir rás 1. Áshildur Haraldsdóttir lék á flautur, Rúnar Óskarsson á klarinett, Peter Tompkins á óbó og saxófón, Paul Pitzek á hron, Bryndís Þórsdóttir á fagott, Zachary Silbershlag á trompet, Jón ARnar Einarsson á básúnu. Strengjaleikarar voru Sólveig Steinþórsdóttir, Helga Þóra Björgvinsdóttir, Guðrún Hrund Harðardóttir, Hrafnkell Orri Egilsson og Richard Korn. Liam Kaplan lék á píanó og Frank Aarnink og Steef van Oosterhout á slagverk.

Einnig hljómar í þættinum Metacosmos eftir Önnu Þorvaldsdóttur, verk sem hefur verið leikið af 45 mismunandi hljómsveitum í 19 löndum rúmlega hundrað sinnum.

Það heyrist líka í þessum þætti stutt brot úr Hátalaranum árið 2018 þar sem Víkingur Ólafsson ræddi við Pétur Grétarsson um fyrri Bach plötu sína.

Lokalagið er af grammyverðlaunaplötu söngkonunnar Sierra Ferrell. Þar leikur Þorleifur Gaukur Davíðsson á munnhörpu og steel-gítar.

Frumflutt

9. feb. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,