Í þættinum kennir ýmissa grasa en ef eitthvað eitt einkennir þetta Tónhjól þá er það hljóðfærið harpa. Það eru þó ólíkar hörpur og hörpuleikarar sem koma við sögu. Í þættinum er rætt við dúó Rán sem þær Melissa Achten hörpuleikari og Ida Nørby skipa, en einnig hljómar platan Edyf með velska söngskáldinu Cerys Hafana í seinni hluta þáttar.