Tónhjólið setur fram nokkur orð um áform um Þjóðaróperu og blaðar í frumvarpi um hana og festist síðan í því að leika aríuna úr Goldberg tilbrigðum Bachs í alls kyns útgáfum.
Tónlistin í þættinum:
Marc-André Hamelin leikur Ragtango eftir William Bolcom
Brot heyrast úr forleikjunum að Rienzi og Fidelio og brot úr uppfærslu á Rigoletto í þjóðleikhúsinu 1951.
Brot heyrast úr viðtölum Margrétar Indriðadóttur við Guðlaug Rozinkranz, Stefán Íslandi og Guðmund Jónsson og úr viðtali GT við Víking Heiðar Ólafsson
Eftirfarandi leika og syngja aríuna úr Goldberg tilbrigðunum eftir Bach:
Murray Perehia
Glenn Gould 1956 og 1981
Richard Egarr
Rachel Podger og Chad Kelly (Brecon Baroque)
Jacques Loussier og tríó
Joel Spiegelman
Pa DAMM kórinn og kammersveit í ústseningu Gustavos Trujillo
Ari Þór Vilhjálmsson, Ásdís Valdimarsdóttir og Sigurgeir Agnarsson (úts. Dimitríjs Sikovetskíjs) á Reykholtshátíð 2013
Yo-Yo Ma og Ton Koopman
Uri Caine
Frumflutt
3. mars 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.