Tónhjólið

Í draumheimum

Hljóðritun frá tónleikum í Tíbrárröð Salarins í Kópavogi 30. mars 2025

Draumar og þrár eru viðfangsefni þessara tónleika þar sem fléttast saman sígildir smellir og splunkuný tónlist.

Hér mætast draumkennd stef úr ólíkum áttum: Barnagælur, poppmúsík, leikhústónlist, einleiksverk og sönglög eftir nokkur af ástsælustu tónskáldum tónlistarsögunnar en tónlistin á það öll sammerkt hverfast um drauma.

Á tónleikunum verða auki frumflutt þrjú verk sem samin voru sérstaklega fyrir tilefnið beiðni Ragnheiðar og Evu Þyri af þeim Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur, Jóhanni G. Jóhannssyni og Sigurði Sævarssyni.

Eldri íslensk einsöngslög sjálfsögðu líka sinn sess, meðal annars verða flutt lög eftir Selmu Kaldalóns og Jórunni Viðar. Söngljóð verða í forgrunni en einnig hljómar þekkt einleiksverk sem lýtur draumum, Träumerei eftir Robert Schumann.

Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir sópransöngkona og Eva Þyrí Hilmarsdóttir flytja

Einnig hljóma í þessari dagskrá brot úr tónleikaspjalli sem Elísabet Indra Ragnarsdóttir átti við flytjendur og höfunda fyrir tónleikana

Efnisskrá:

Edvard Grieg (1843-1907)

Ein Traum op. 48 nr. 6 (Ljóð: Friedrich Martin von Bodenstedt)

Selma Kaldalóns (1919-1984) Draumurinn (Ljóð: Oddný Kristjánsdóttir)

Jórunn Viðar (1918-2017) Únglíngurinn í skóginum (Ljóð: Halldór Laxness)

Jóhann G Jóhannsson (1955)

Dáið er alt án drauma (Ljóð: Halldór Laxness) - frumflutningur

Gabriel Fauré (1845-1924)

Après un rêve (Ljóð: Romain Bussine)

María Huld Markan Sigfúsdóttir (1980)

Í draumi sérhvers manns (Steinn Steinarr) - frumflutningur

Christian Hartmann (1910-1985)

Dvel ég í draumahöll (Ljóð: Thorbjörn Egner/Kristján frá Djúpalæk)

Robert Schumann (1810-1856) Träumerei op. 15 nr. 7

Clara Schumann (1819-1896)

Ich stand in dunklen Träumen op. 13 nr. 1 (Ljóð: Heinrich Heine)

Leigh Harline (1907-1969)

When you wish upon a star (Ljóð: Ned Washington)

Sigurður Sævarsson (1963)

Sonnet 43 (Ljóð: William Shakespeare) - frumflutningur

Ivor Gurney (1890-1937)

Sleep (Five Elizabethan Songs, nr. 4) (Ljóð: John Fletcher)

Jóhann G Jóhannsson (1955) Draumur frú Rósu (Ljóð: Þórarinn Eldjárn)

Sergei Rachmaninoff (1873-1943)

A dream op. 8 nr. 5 (Ljóð: Aleksey Nikolayevich Pleshcheyev)

Jóhann G Jóhannsson Vögguvísan úr Skilaboðaskjóðunni (Ljóð: Þorvaldur Þorsteinsson)

----

Í lok þáttarins er örlítil áminning um þáttaröð Bjarka Sveinbjörnssonar - Sinfóníuhljómsveit Íslands í 75 ár.

Frumflutt

6. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,