Hljóðritun frá Reykjavik Early Music Festival, sem fram fór í Norðurljósum Hörpu í mars 2024.
Herdís Anna Jónasdóttir er gestur Barokkbandsins Brákar, sem flytur hljóðfæra- og söngtónlist eftir nokkra helstu höfunda barokktímans, sem áttu það sameiginlegt að vera fæddir undir lok sautjándu aldar.
Tónlistin tengist ljóst og leynt söngkonunni Faustinu Bordini, sem var ein vinsælasta söngkona ítalska barokksins.
Tónlistin:
Johann Adolph Hasse 1699-1783 - Forleikur nr 1 í D dúr
Allegro ma non presto/Andante/Presto
Georg Friderich Händel 1685-1759 - Armida abbandonata, HWV 105
Accompagnato/Adagio/Accompagnato furioso/Aria/Recitativo/Siciliana
Með Barokkbandinu Brák syngur Herdís Anna Jónasdóttir.
Johann Sebastian Bacch 1685 - 1750 - Fiðlukonsert í d moll BWV 1052R
Allegro/Adagio/Allegro. Einleikari: Elfa Rún Kristinsdóttir
Georg Friderich Händel 1685-1759 - Concerto grosso op 6 no 8
Allamanda/Grave/Andante allegro/Adagio/Siciliana/Andante/Allegro
Fiðluleikararnir Elfa Rún Kristinsdóttir og Gunnhildur Daðadóttir auk sellóleikarans Vladimirs Waltham í aðalhlutverkum.
Leonardo Leo 1694-1744 - Sellókonsert í D dúr
Andantino grazioso/Con bravura/Larghetto, un poco moto/Fuga/Allegro di molto.
Einleikari: Vladimir Waltham
Nicola Porpora 1686-1768 - Il Vulcano
Með Barokkbandinu Brák syngur Herdís Anna Jónasdóttir.