Í þættinum eru settar á fóninn nokkrar nýjar plötur úr safni Ríkisútvarpsins.
Tónlist eftir svissneska tónskáldið Friedrich Theodor Fröhlich í flutningi Ian Bostrige tenórs og Julian Drake píanóleikara.
Jóhannes Vigfússon sendi Rás 1 þessa tónlist en hann er meðlimur i International Friedrich Theodor Fröhlich - Gesellschaft, sem gefur tónlistina út.
Einnig hljómar nýútkomin tónlist eftir tónlistarmennina Ara Braga Kárason, Tómas Jónsson, Gulla Guðmunds og Ásgeir Ásgeirsson í þættinum, en þeir eru allir að gefa út nýja tónlist á árinu.
Einnig hljómar kafli úr Dream Requiem - nýrri sálumessu eftir Rufus Wainwright.
Við heyrum líka einn þátt úr hörpukonsertir eftir Lottu Vennäkoski, sem Katie Buckley mun spila með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum nk fimmtudag. Við rifjum líka upp túlkun hennar á Næturljoði á Hörpu eftir Jón Nordal sem hún lék á tónleikum í síðasta mánuði.
Frumflutt
16. feb. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.