Tónhjólið er með óhefðbundnu sniði í dag, en tilefnið er ærið, því nú í haust fagnar Kammersveit Reykjavíkur hálfrar aldar afmæli. Afmælistónleikar sveitarinnar fóru fram í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. september, og verður hljóðritun frá tónleikunum flutt ás Rás 1 þriðjudagskvöldið 17. september. Fleiri hljóðritanir Kammersveitarinnar koma svo til með að heyrast á tónlistarkvöldum útvarpsins á komandi vikum. En í Tónhjóli dagsins ætlar Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og einn stofnenda Kammersveitar Reykjavíkur að vera með okkur og leiða okkur í gegnum tónlistarferðalag um starfsemi sveitarinnar frá upphafi, eða frá árinu 1974.
Tónlist í þættinum:
Lagasyrpa eftir Inga T Lárusson, í útsetningu Jóns Sigurðsson. Upptaka af minningartónleikum í Háskólabíói í febrúar árið 1976.
Pierrot Lunaire op 21 eftir Arnold Schoenberg, 3. hluti. Stjórnandi: Paul Zukofsky.
Flytjendur: Rut L. Magnússon. talsöngur/Sprechgesang ; Rut Ingólfsdóttir, fiðla/víóla ; Carmel Russill, selló ; Bernharður Wilkinson, flauta/pikkóló ; Gunnar Egilson, klarinett ; Anna Málfríður Sigurðardóttir, píanó. Upptaka úr útvarpssal frá árinu 1981. Um upptöku sáu Bjarni Rúnar Bjarnason og Þorbjörn Sigurðsson.
Jón Nordal:Concerto Lirico, 3. kafli, Adagio. Af Portrait diski frá árinu 1991, stjórnandi Paul Zukofsky.
Atli Heimir Sveinsson: Tíminn og vatnið, ljóð Steins Steinarrs. Ég var drjúpandi höfuð. Einsöngvari Sverrir Guðjónsson, stjórnandi Paul Zukofsky. 1994.
Johann Sebastian Bach: Brandenborgarkonsert nr 4, 1. kafli: Allegro. Einleikarar: Rut Ingólfsdóttir, fiðla ; Martial Nardeau og Guðrún S. Birgisdóttir, flautur, stjórnandi Jaap Schröder. Upptaka frá árinu 2000.
Arvo Pärt: Te deum fyrir kóra, píanó, segulband (vindhörpu) og strengjasveit. Lokakafli verksins. Kammersveit Reykjavíkur undir stjórn Andreas Peer Kähler og Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Upptaka frá tónleikum í Langholtskirkju árið 1998.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir