Tónhjólið þessa vikuna er helgað einu tónverki og aðeins einu tónverki, níundu sinfóníu Ludwigs van Beethoven, en 7. maí næstkomandi eru 200 ár liðin frá frumflutningi þessarar óvenjulegu tónsmíðar sem olli straumhvörfum í tónlistarsögunni. Umsjónarmaður segir frá sköpunarsögu verksins og grípur niður í lýsingar á frumflutningnum og daglegu lífi Beethovens. Ennig hljómar í síðari hluta þáttarins Tónlistarrabb Atla Heimis Sveinssonar tónskálds frá árinu 1979 þar sem hann fjallaði um lokakafla verksins, lék tóndæmi og lýsti framvindu kaflans um leið og hljóðritun af honum var leikin.
Tónlistin í þættinum er öll eftir Beethoven og hljómar í brotum:
Brot úr fyrsta og öðrum þætti níundu sinfóníunnar. Pablo Heras-Casado stjórnar Barroksveitinni i´Freiburg.
Jacqueline Du Pré og Daniel Barenboim leika hæga þáttinn úr sellósónötu nr. 5
Murray Perahia leikur Adagio Cantabile úr píanósónötu nr. 8 - Pathetique
Lokakafli níundu sinfóníunnar leikinn og sunginn undir tali Atla Heimis Sveinssonar um hann í Tónlistarrabbi. Óvíst með flytjendur.
Frumflutt
5. maí 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.