Tónhjólið snýst og snýst og upp koma sögur af tónlist, nýrri og gamalli. Ólíkar stefnur og straumar skjóta upp kolli og líka hljóðfæri, hugtök og túlkunarmöguleikar. Hugað verður að einhverju því sem hæst ber á tónlistarsviðinu í heimi sígildrar tónlistar á hverjum tíma.
Umsjón: Guðni Tómasson.
Gestur þáttarins að þessu sinni er Magnús Lyngdal Magnússon sem nýlega gaf út bókina Klassísk tónlist - Á ferðalagi um tónlistarsöguna. Í viðtalinu er gripið niður í þættina Túlkun í tónlist sem Rögnvaldur Sigurjónsson hafði umsjón með í útvarpinu árið 1986.
Önnur tónlist í þættinum
Rebeca Omordia leikur af plötunni African Pianism II verkin Frisson de la nuit eftir Nabil Benabdeljalil og kaflann Soirée au Hoggar úr Minatures Algériennes eftir Salim Dada.
Alban Berg kvartettinn leikur tvo síðustu þættina í strengjakvartetti op. 131 eftir Ludwig van Beethoven.
Frumflutt
3. nóv. 2024
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.