Tónhjólið

Bjarni Frímann Bjarnason - STATE OF THE ART 1

Í þættinum er rætt við Bjarna Frímann Bjarnason - einn aðstandenda STATE OF THE ART tónlistarhátíðarinnar. Bjarni ræðir við Pétur Grétarsson um tónlistina og hvað skiptir máli við miðlun hennar. Einnig heyrast brot úr tónleikum sem Bjarni hélt á Highland Trucks verkstæðinu á hátíðinni.

Einnig hljómar brot úr tónleikum ADHD og Bríetar á sömu hátíð, sem verða sendir út í heild sinni 1. maí nk.

Í lok þáttar hljómar tónlist norska fiðluleikarans Ola Kvernberg, sem barst okkur í gegnum evrópusamstarf djasstónlistarinnar. Evrópudjassin verður í deiglunni í kringum alþjóðlegan dag djasstónlistarinnar 30. apríl nk.

Frumflutt

27. apríl 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Tónhjólið

Tónhjólið

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.

Þættir

,