Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stjórnar hljómsveitinni og syngur stórvirki Arnolds Schönberg - Pierrot lunaire. Textann þýddi faðir hennar, Jóhann G. Jóhannsson, sem einnig samdi Kall - tónverk við ljóð eftir Þorvald Þorsteinsson.
Hljóðritunin er frá Óperudögum í nóvember 2024.
Einnig heyrist brot úr tónleikhúsinu Tumi fer til tunglsins eftir Jóhann sem einnig var flutt á Óperudögum og er nýkomið út á plötu undir stjórn Ragnheiðar Ingunnar.
Í þættinum hljómar líka brot úr spjalli feðginanna við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér, sem var útvarpað í október sl.
Frumflutt
19. jan. 2025
Aðgengilegt til
Rennur ekki út
Tónhjólið
Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.